11.09.2012 09:27

Opin samkeppni um gerð listaverks og veggskreytinga

Primera Travel Group efnir til samkeppni um röð listaverka til að prýða veggi höfuðstöðva félagsins í Kaupmannahöfn. Frestur til að skila tillögum rennur út þann 10. desember.

Fyrir verðlaunaverkið verða greiddar 1.000.000 IKR.

Allar nánari upplýsingar, teikningar og myndir af skrifstofurýminu, myndir af flugvélum auk samkeppnisskilmála má nálgast með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Primera Travel Group rekur átta ferðaskrifstofur í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi. Primera Air er einnig hluti samsteypunnar og hefur það yfir að ráða sjö Boeing 737-800 flugvélum.

 

Skilmálana og upplýsingar um hvernig nálgast má myndir má sjá hér.


Back